Gullamánudagur, september 25, 2006

Helgin fyrir norðan...

...var auðvita bara snilld! ég rétt komst til höfuðstaðar norðurlands sökum bilunar í bílnum. En spenningurinn var svo mikill að komast norður að bílinn og ég höfðum þetta af! Það fyrsta sem ég gerði var að fara að knúsa kellingarnar mínar í Drekagilinu og svo skundað heim að punta sig :) Mikil kátína ríkti um kvöldið og urðu drykkirnir ansi margir sem runnu niður.... Get ekki sagt að gleðin hafi verið alveg eins mikil á laugardeginum, ekki frá því að ég hafi nælt mér í e-a pest en hrist það svo af mér um kvöldið! Við Anna vorum svo staðráðnar í því að fara aftur út á lífið á laugardeginum en höfðum enganvegin orku í það og enduðum á því að kaupa okkur bara að borða og fara snemma í rúmið!
Takk kærlega fyrir mig Akureyri :)


Gu�laug skrifaði þetta klukkan 7:02 e.h.þriðjudagur, september 19, 2006

4 1/2 vika af 7 búin

Ég hélt þetta ekki lengur út en þetta, svo það er ákveðið! Akueyris um helgina. Ætla að drífa krakkana með mér norður um helgina. Er orðin nokkuð spennt yfir þessari hugmynd minni og finnst hún bara stórsniðug :) Hlakka til að sjá norðanmenn eftir 3 daga!!


Gu�laug skrifaði þetta klukkan 10:42 e.h.


sögustund.....