Gullafimmtudagur, ágúst 31, 2006

Puma peysan mín

Inn í henni stendur á miða:
WASH THIS WHEN DIRTY!

...takk


Gu�laug skrifaði þetta klukkan 6:26 e.h.miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Bifvélavirkinn eða iðjuþjálfi ?

Það er nú alveg spurning hvort maður fari að snúa sér að bílaviðgerðum. Ég ætlaði rétt aðeins að skjótast upp á verkstæði til bróður míns í gær kl 4 og endaði með því að vera þar til rúmlega 7 :) Ég ákvað að skipta um afturhátalarana í bílnum meðan ég var að bíða eftir honum og ætlaði að gera það ein, það tókst svona næstum með smá hjálp :) og var ég mjög stolt með það svo það er spurning hvort maður sé ekki gott efni í bifvélavirkjann.....? Eða bara ekki, get ekki sagt að mér finnist þetta skemmtilegt.
Annars er það að frétta að það er nóg að gera í vinnunni, eiginlega of mikið. Svo er brúðkaupsundirbúningur hjá bróðir mínum og mágkonu í fullu gangi svo ég er að hjálpa til þar eftir mesta megni. Í gær skar ég mér út gler sem ég mun brenna og úr verður 12 manna matarstell :) ekki slæmt það að hafa búið til sjálf diskana sem maður mun borða af!


Gu�laug skrifaði þetta klukkan 11:05 f.h.sunnudagur, ágúst 27, 2006

1. vikan

Nú er fyrsta vikan búin og er hún búin að vera svo fljót að líða! Líst ýkt vel á þetta starfsnám og meira en nóg að gera. Auk þess er svo æðislegt að vera komin hingað suður og hitta alla vinina og hef ég ekki einu sinni náð að hitta alla :) planið er svo að koma sér í rækina á morgun, bíó og halda áfram að verða betri á línuskautum. Annars endilega hafið samband ef ykkur langar að gera e-ð :)


Gu�laug skrifaði þetta klukkan 11:47 e.h.miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Fjórða og seinasta árið byrjað!

Jæja eftir að hafa tekið gott sumarfrí héðan frá blogginu er alveg spurning að fara að byrja á því aftur að henda inn nokkrum línum hérna. Það sem drifið hefur á daga mín frá því seinast er nú ekki mikið merkilegt. Búin að vinna eins og ég veit ekki hvað og finnst ég samt ekki jafn rík og búst var við!
Ég og Anna skelltum okkur til Dalvíkur á fiskidaga og held ég að það hafi bara verið eins og skemmtilegasta djammið mitt í sumar!
Nú á sunnudaginn kom ég svo til borg óttan til að fara í verknám og verð ég á enduhæfingardeil Grensás næstu 7 vikurnar og leggst það bara helvíti vel í mig :) Strax búin að fá að prófa og sjá mikið af spennandi hlutum!

Annars í dag hef ég í dag verið að rækta barnið í sjálfri mér og skellti mér út í garð á trampolínið, prufaði línuskauta og spilaði eye toy í play station :) Sveimér þá það er bara erfitt að vera barn nú til dags, allavegna er ég þreytt eftir allt þetta puð, en jafnfram langt síðan ég hef skemmt mér svona vel :)


Gu�laug skrifaði þetta klukkan 7:24 e.h.


sögustund.....