föstudagur, nóvember 17, 2006
Þetta er eflaust maðurinn sem allar húsmæður láta sig dreyma um og jafnvel fleiri :)
Gaurinn var valinn fallegasti maðurinn í heimi út í Brasilíu. Held það sé málið að skella sér þangað í útskriftarferð ;)
Gu�laug skrifaði þetta klukkan 8:25 e.h.
miðvikudagur, nóvember 15, 2006
Snjór
Fyrir þá sem ekki vita þá er jólasnjórinn kominn til Akureyris! Spurning hvort þetta haldist fram að jólum en það verður allavegana einhver tími í að þetta magn fari!
Hvernig væri svo að tjá sig smá þeir sem koma hingað og skoða?
Gu�laug skrifaði þetta klukkan 1:49 e.h.
mánudagur, september 25, 2006
Helgin fyrir norðan...
...var auðvita bara snilld! ég rétt komst til höfuðstaðar norðurlands sökum bilunar í bílnum. En spenningurinn var svo mikill að komast norður að bílinn og ég höfðum þetta af! Það fyrsta sem ég gerði var að fara að knúsa kellingarnar mínar í Drekagilinu og svo skundað heim að punta sig :) Mikil kátína ríkti um kvöldið og urðu drykkirnir ansi margir sem runnu niður.... Get ekki sagt að gleðin hafi verið alveg eins mikil á laugardeginum, ekki frá því að ég hafi nælt mér í e-a pest en hrist það svo af mér um kvöldið! Við Anna vorum svo staðráðnar í því að fara aftur út á lífið á laugardeginum en höfðum enganvegin orku í það og enduðum á því að kaupa okkur bara að borða og fara snemma í rúmið!
Takk kærlega fyrir mig Akureyri :)
Gu�laug skrifaði þetta klukkan 7:02 e.h.
þriðjudagur, september 19, 2006
4 1/2 vika af 7 búin
Ég hélt þetta ekki lengur út en þetta, svo það er ákveðið! Akueyris um helgina. Ætla að drífa krakkana með mér norður um helgina. Er orðin nokkuð spennt yfir þessari hugmynd minni og finnst hún bara stórsniðug :) Hlakka til að sjá norðanmenn eftir 3 daga!!
Gu�laug skrifaði þetta klukkan 10:42 e.h.
fimmtudagur, ágúst 31, 2006
Puma peysan mín
Inn í henni stendur á miða:
WASH THIS WHEN DIRTY!
...takk
Gu�laug skrifaði þetta klukkan 6:26 e.h.
miðvikudagur, ágúst 30, 2006
Bifvélavirkinn eða iðjuþjálfi ?
Það er nú alveg spurning hvort maður fari að snúa sér að bílaviðgerðum. Ég ætlaði rétt aðeins að skjótast upp á verkstæði til bróður míns í gær kl 4 og endaði með því að vera þar til rúmlega 7 :) Ég ákvað að skipta um afturhátalarana í bílnum meðan ég var að bíða eftir honum og ætlaði að gera það ein, það tókst svona næstum með smá hjálp :) og var ég mjög stolt með það svo það er spurning hvort maður sé ekki gott efni í bifvélavirkjann.....? Eða bara ekki, get ekki sagt að mér finnist þetta skemmtilegt.
Annars er það að frétta að það er nóg að gera í vinnunni, eiginlega of mikið. Svo er brúðkaupsundirbúningur hjá bróðir mínum og mágkonu í fullu gangi svo ég er að hjálpa til þar eftir mesta megni. Í gær skar ég mér út gler sem ég mun brenna og úr verður 12 manna matarstell :) ekki slæmt það að hafa búið til sjálf diskana sem maður mun borða af!
Gu�laug skrifaði þetta klukkan 11:05 f.h.
sunnudagur, ágúst 27, 2006
1. vikan
Nú er fyrsta vikan búin og er hún búin að vera svo fljót að líða! Líst ýkt vel á þetta starfsnám og meira en nóg að gera. Auk þess er svo æðislegt að vera komin hingað suður og hitta alla vinina og hef ég ekki einu sinni náð að hitta alla :) planið er svo að koma sér í rækina á morgun, bíó og halda áfram að verða betri á línuskautum. Annars endilega hafið samband ef ykkur langar að gera e-ð :)
Gu�laug skrifaði þetta klukkan 11:47 e.h.